Rúmenar yfirheyrðir

Þessa stundina standa yfir yfirheyrslur hjá lögreglunni á Akureyri yfir hópi Rúmena sem hafa verið nokkuð áberandi í bænum undanfarna daga og betlað og spilað á harmonikkur á götum úti og í verslunarmiðstöðum fyrir peninga. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við Vikudag fyrir skömmu að kvartanir hefðu borist vegna mannanna og væri greinilegt að fólk væri ekki hrifið af því að hafa þá á götum bæjarins.

Í gær var stór hópur Rúmena sendur úr landi en sá hópur hafði verið á götum Reykjavíkur við betl og hljóðfæraleik. Talið er hugsanlegt að sá hópur tengist mönnunum sem nú eru yfirheyrðir á Akureyri. Líkur hafa verið að því leiddar að þessir Rúmenar séu sendir hingað til lands af glæpahópi og sé einungis forsmekkurinn af því sem koma skal bregðist yfirvöld ekki við á þann hátt að vísa mönnunum úr landi, enda munu þeir hvorki hafa dvalar- né atvinnuleyfi.

Nýjast