Rúður brotnar á strætóskýlum

Strætóskýlið við Samkaup  í Hrísalaundi varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Mynd/Þröstur Ernir
Strætóskýlið við Samkaup í Hrísalaundi varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Mynd/Þröstur Ernir

Rúður voru brotnar á þremur strætóskýlum í Brekkuhverfi á Akureyri á dögunum. Hver rúða kostar frá tugum upp í hundruðir þúsunda og segir Helgi Már Pálsson, bæjartæknifræðingur á Akureyri, að um milljónatjón sé að ræða. Lögreglan á Akureyri hefur málið til rannsóknar en segir mál af þessu tagi erfið að upplýsa. Lengri frétt um málið má lesa í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast