Rúður brotnar á strætóskýlum

Akureyri
Akureyri

Rúður voru brotnar á fjölmörgum strætóskýlum á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglan telur að tjónið hlaupi á hundruðum þúsunda. Rúður voru m.a. brotnar í skýlum við Naustabraut, Mýrarveg, Vestursíðu, Merkigil, Sunnuhlíð og Miðsíðu. Málin eru óupplýst en lögregla hvetur þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hringja í síma 464-7700.

Nýjast