Róttækar tillögur vegna Grímseyjarvandans

Grímsey
Grímsey

Aðgerðahópur sem skipaður var til að bregðast við atvinnuvandanum í Grímsey hefur skilað af sér tillögum til stjórnvalda. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum blasir mikill vandi við Grímseyingum vegna skulda útgerðamanna í eynni við Íslandsbanka og þá hafa verið uppi áhyggjur um að byggð í eyjunni lognist út af.

Tillögur aðgerðarhópsins eru í fjórum þáttum og snúa að beinum stuðningi við útgerðirnar annars vegar og almennari stuðningi við búsetu í Grímsey hins vegar. Aðgerðahópurinn leggur m.a. til að Grímsey fái 400 tonna byggðafestukvóta og og Byggðastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu verði falið að móta reglur um hvernig þær veiðiheimildir nýtist sem best til styrktar veiðum og vinnslu í Grímsey með hliðsjón af aðstæðum þar.

Þá er lagt til að samgöngur til og frá eynni verði bættar og með sérstakri fjárveitingu verði tryggðar fjórar ferðir með ferju allt árið til Grímseyjar og 5-6 ferðir frá vori og fram á haust.  Þá er lagt til að farið verði sérstaklega yfir möguleikann á að bæta við einni flugferð yfir veturinn og hugsanlega fljúga tvisvar á dag yfir háferðamannatímann. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast