Laugardaginn 4. júlí kl. 15 -17 lýkur listaverkefninu RÓT 2015 í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi eftir tveggja vikna ferli, sjö vinnudaga og þátttöku 31 skapandi einstaklinga. Þar með er sýningin fullunnin og opnar því formlega. Á þessari seinni opnun verður síðasti hópur þátttakenda önnur kafinn við að fullklára síðasta verkið á sýninguna. Léttar veitingar verða á boðstólum.
RÓT sameinar listamenn úr ólíkum listgreinum í gerð verka sem eru þróuð á staðnum með ólíkum áherslum. Hver dagur hófst á hugflæði þar sem allar hugmyndir voru viðraðar þangað til rótin fannst. Hugmyndin að verkefninu kviknaði einn vetrardag á sameiginlegri vinnustofu þriggja listamanna; Freyju Reynisdóttur, Karólínu Baldvinsdóttur og Jónínu Bjargar Helgadóttur. Þær langaði að nýta margföldunaráhrifin sem gott samstarf framkallar.Nánari upplýsingar má sjá á www.rot-project.com. Sýningin stendur til 19. júlí og er opin þriðjudaga sunnudaga kl. 10-17.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð byggingaáform í húsnæði við Glerárgötu 28 á Akureyri þar sem sótt er um að setja upp líkamsræktarstöð
Á morgun, laugardaginn 19. júlí, kl. 15 verður Mysingur 10 haldinn á útisvæði Listasafnins á Akureyri. Tónleikarnir fara fram á lokadegi Listasumars 2025 og fram koma Bjarni Daníel og Drengurinn fengurinn. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikarnir eru hluti af Listasumri 2025 og unnir í samstarf Listasafnsins á Akureyri og Akureyrarbæjar.
Afar fjölsótt og vel heppnuð Hríseyjarhátíð var haldin um síðustu helgi. Á kvöldvöku laugardagskvöldsins var tilkynnt um úrslit í samkeppni um nafn á fjarvinnusetrið í eyjunni.