18. nóvember, 2007 - 11:41
Fréttir
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á Akureyri í gærkvöld og nótt, helgaðist það fyrst og fremst af því hversu veðrið var slæmt og fáir á ferli. Mikil hálka er á götum Akureyrar og í næsta nágrenni og hafa orðið nokkur umferðaróhöpp af þeim sökum. Fjórir minni háttar árekstrar voru tilkynntir í gærdag og fram á kvöld og þá hafði lögreglan orðið vör við að þrjú umferðarskilti höfðu verið ekin niður í bænum og einnig hafði verið ekið utan í gangbrautarvita. Þá aðstoðaði lögreglan ökumenn í Víkurskarði í gær en þar var vitlaust veður.