Nóttin var róleg hjá lögreglunni á Akureyri og gekk skemmtanalíf vel fyrir sig í miðbænum. Töluverður fjöldi gesta er í bænum vegna hátíðinnar Einnar með öllu sem lauk í gær. Einn gisti fangaklefa vegna ölvunar í nótt og einn ökumaður var tekinn fyrir fíkniefnaakstur. Að sögn lögreglu hefur helgin gengið vel fyrir sig og lítið um stórvægileg mál. Alvarleg líkamsárás var í bænum aðfaranótt laugardagsins sem mun líklega leiða til kæru.