Fyrsta stóra ferðamannahelgi sumarins er skollin á og má búast við að margir nýti veðurblíðuna sem framundan er og leggi land undir fót. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var umferð til bæjarins með rólegasta móti í gærkvöld og lítið að gera í nótt. Mér sýnist straumurinn liggja frekar austur, sagði varðstjóri hjá lögreglunni í samtali við Vikudag í morgun.
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er gert er ráð fyrir einmuna veðurblíðu á öllu landinu í dag og á morgun en þykknar upp á mánudaginn norðanlands og fer að rigna.
throstur@vikudagur.is