Róleg og þægileg áramótavakt hjá Slökkviliði Akureyrar

Áramótavakt Slökkviliðs Akureyrar var róleg og þægileg. Fjögur sjúkraflug voru farin á síðasta sólahring ásamt flutningum. Dælubíll liðsins var kallaður út í gærkvöld þar sem tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í Tröllagili. En glampi frá arineldi speglaðist í glugga íbúðarinnar og leit úr fyrir að um eld væri að ræða. Því má segja að friðsælt hafi verið yfir áramótafögnuði Akureyringa og nærsveitunga.

Nýjast