Rokk er betra en full time djobb

Kristján Pétur Sigurðsson, söngvari og myndlistarmaður, stendur á tímamótum. Um áramótin mun tíu ára starfi hans með Populus Tremula ljúka. Flesta laugardaga undanfarinn áratug hefur Kristján mætt í Listagilið á sýningar, hvort sem hann er sjálfur að sýna eða aðrir. Hann þótti fara á kostum á minningartónleikum um Sigurð Heiðar Jónsson í Hofi á vegum Populus Tremula í lok október, þar sem hann þandi raddböndin sem aldrei fyrr. Hann segist nú ætla að verja meiri tíma með fjölskyldunni og halda áfram að grúska í tónlist.

Blaðamaður Vikudags ræddi við Kristján um listina og hvernig röð tilviljana réði því að hann lifði af hjartaáfall fyrir tveimur árum. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.

 

Nýjast