Risamót í Hlíðarfjalli

Stærsti stökkpallurinn í Hlíðarfjalli um helgina er 15 metraar á hæð og ná keppendur allt að 25 m hæ…
Stærsti stökkpallurinn í Hlíðarfjalli um helgina er 15 metraar á hæð og ná keppendur allt að 25 m hæð í stökkinu.

Alþjóðlega free ski og snjóbrettamótið Iceland Winter Games fer fram í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar um helgina en mótið verður sett í dag. Um 70 erlendir keppendur taka þátt, auk Íslendinga og er búist við miklum fjölda fólks til Akureyrar um helgina í tengslum við mótið. „Hingað koma yfir þrjátíu erlendir fréttamenn, ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn. Þetta er fullorðins,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson hjá Viðburðarstofu Norðurlands, sem stendur fyrir vetrarleikunum. Hann segir mótið um helgina aðeins byrjunina og stefnan sé sett á enn stærra mót næsta vetur.

„Mótið í ár er svokallað silfurmót en það hefur strax verið ákveðið að halda platínumót næsta vetur, sem er stærsta mót sinnar tegundar í heiminum og aðeins haldin á nokkrum stöðum.“

Mótið er haldið í samvinnu við Norwegian Open, sem er sambærilegt mót í Noregi, en að auki standa að hátíðinni Stefna, Red Bull, Akureyrarstofa, Hlíðarfjall, 66° Norður, Markaðsstofa Norðurlands, Go pro, Síminn, Icelandairhotel, Flugfélag Íslands, og Icelandair auk þess sem verkefnið er styrkt af Vaxtasamningi Eyjafjarðar.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um mótið í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast