"Risafylgi" Vinstri grænna

Vinstri grænir fljúga hátt í nýrri skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna í Norðausturkjördæmi sem Capacent Gallup framkvæmdi dagana 14.-20. mars. VG fengi 36% atkvæða miðað við þessa könnun og hvorki fleiri né færri en fjóra þingmenn kjörna og bætti við sig tveimur þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,5% atkvæða og þrjá menn kjörna, bætti við sig einum. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2% og 2 þingmenn, tapaði tveimur, Samfylkingin fengi 15% og einn þingmann, tapaði einum, og Frjálslyndir fengju 3,7% og kæmu ekki að manni.

Nýjast