Risa mjólkurkýr verður tákn Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit. Mynd/Margrét Þóra.
Eyjafjarðarsveit. Mynd/Margrét Þóra.

Í tengslum við markaðsátak í heilsársferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit varð til hugmynd um að búa til eitthvert risatákn fyrir sveitarfélagið sem einkenndi sveitina og allir þyrftu að koma og sjá. Ákveðið var að búa til risastóra mjólkurkýr, þar sem mjólkurframleiðsla er blómleg í Eyjafjarðarsveit.

„Það er ekki búið að ákveða stað, en hún verður staðsett frekar innarlega í firðinum, svo fólk geti tekið góðan bíltúr í fallegri náttúru til að skoða hana,“ segir Hrefna Laufey Ingólfsdóttir sem situr í stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. „Beate Stormo er margverðlaunaður eldsmiður sem býr í Kristnesi í Eyjafjarðarseit og hún mun hanna gripinn og smíða kúna úr gömlum heyvinnuvélum og öðru endurnýtarnlegu járni sem fellur til í sveitinni.

Kýrin verður mjög stór og viljum við gjarnan að krakkar geti leikið sér í henni. Við vonum að allir „þurfi” að koma og sjá þessa kusu og taka sjálfu af sér hjá henni,“ segir Hrefna Laufey.

Stefnt er að því að vígja verkið á Handverkshátíðinni árið 2021.


Athugasemdir

Nýjast