„Ringulreið í Paradís"

Kolbrún Magnea segir veruna í Palestínu hafa djúpstæð áhrif á sig.
Kolbrún Magnea segir veruna í Palestínu hafa djúpstæð áhrif á sig.

Kolbrún Magnea Kristjánsdóttir hefur í tvo mánuði dvalið í Ramallah í Palestínu þar sem hún leggur stund á rannsóknarvinnu í mannfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún segir veruna þar ómetanlega lífsreynslu en hún hefur orðið vitni að átökum og ofbeldi Ísraelshers og heyrt ótrúlegar sögur frá heimafólki. Hún kallar landið "Paradise in chaos" eða ringulreiði í Paradís. 

Kolbrún er gift, tveggja barna móðir og segir erfitt að vera fjarri fjölskyldunni. Hún segist jafnframt eiga sér þann draum að stunda frekari rannsóknir á svæðinu eftir útskrift og taka fjölskylduna með.

Í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag er áhrifamikið viðtal við Kolbrúnu þar sem hún ræðir veru sína í Palestínu.

Nýjast