Ríkisstjórnin styður við byggð í Gríms­ey

Grímsey
Grímsey

Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að grípa til samþættra aðgerða til að styðja við byggð í Gríms­ey, m.a. með því að styrkja stöðu út­gerðar frá Gríms­ey, bæta sam­göng­ur  og fram­kvæma hag­kvæmni­at­hug­un á lækk­un hús­hit­un­ar­kostnaðar. Þetta var ákveðið á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un, en for­sæt­is­ráðherra lagði til­lög­una fram.

Frá þessu er greint á mbl.is.

Þar segir ennfremur að fram komi í til­kynn­ingu að verk­efnið „Brot­hætt­ar byggðir“ muni styðja við byggð í Grims­ey. Rík­is­stjórn­in samþykkti 20. ág­úst, einnig að til­lögu for­sæt­is­ráðherra, að setja á lagg­irn­ar vinnu­hóp til að skoða stöðu Gríms­eyj­ar í ljósi fyr­ir­liggj­andi til­lagna frá aðgerðar­hópi Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Það er mat vinnu­hóps­ins að byggð í Gríms­ey muni eiga und­ir högg að sækja komi ekki til aðgerða stjórn­valda nú.

Vinnu­hóp­ur­inn var skipaður full­trú­um frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu (sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra), inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu og for­sæt­is­ráðuneyt­inu sem leiddi hóp­inn. 

„Það er áríðandi að bregðast við þeirri erfiðu stöðu sem uppi hef­ur verði í Gríms­ey und­an­far­in ár. Heima­menn ótt­ast að ef ekk­ert verði að gert legg­ist út­gerð í Gríms­ey af og jafn­vel bú­seta í fram­haldi af því. 

Ég hef trú á að með þess­um aðgerðum sem nú liggja fyr­ir og byggja að tals­verðu leyti á til­lög­um heima­manna verði unnt að styðja við áfram­hald­andi bú­setu í þess­ari nyrstu byggð lands­ins. Sérstaða eyj­unn­ar er óum­deild,“ er haft eft­ir Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráðherra.  
Vinnu­hóp­ur­inn heim­sótti Gríms­ey dag­ana 19. – 20. októ­ber sl. og kynnti drög að til­lög­um fyr­ir heima­mönn­um.

Nýjast