Ríkið tekur yfir rekstur á Heilsugæslunni á Akureyri við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi þann 1. október n.k. en bærinn hefur undanfarin ár rekið heilsugæsluna með þjónustusamningi við ríkið. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs á Akureyri, segir í samtali við Vikudag að það hafi verið eindreginn vilji bæjarins að halda rekstrinum áfram innan sveitarfélagsins en lítið sé hægt að gera þegar ríkið er á annarri skoðun og vilji ekki leggja bænum aukið fé til rekstursins. Verk bæjarstjórnar verður að sjá til þess að heilsugæsluþjónusta við bæjarbúa muni ekki skerðast þegar ríkið tekur yfir reksturinn, segir Guðmundur Baldvin.
Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag