Ríkasti Íslendurinn vann milljón

Stella Stefánsdóttir á Akureyri var áberandi í fjölmiðlum landsins í vikunni. Hún fagnaði á þriðjudaginn 90 ára afmæli, en hún hefur fengið staðfest að enginn anar Íslendingur eigi fleiri afkomendur. Hún telst því vera ríkasti Íslendingurinn. Stella og eiginmaður hennar, Gunnar Konráðsson eignuðust fjórtán börn.

Á sínum tíma voru gefin út happdrættisskuldabréf til fjármagna hringveg um landið. Stella og Gunnar keyptu slík bréf, eins og svo margir landsmenn. Einn góðan veðurdag kom í ljós að þau höfðu unnið eina milljón í happdrættinu.

„Þetta voru miklir peningar á sínum tíma. Við ákváðum strax að leggja stóran hluta vinningsins í banka, til að eiga varasjóð. Við fórum í kjölfarið í okkar fyrstu ferð til útlanda, heimsóttum samtals níu lönd. Þetta var yndisleg ferð, sem aldrei gleymist.“

Nánar er rætt við Stellu í prentútgáfu Vikudags

Nýjast