Grasið er mjög illa farið á sumum stöðum, segir Gunnar Gassi Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar KA. N1-mótið í knattspyrnu fór fram á KA-svæðinu í byrjun júlí en í 28 ára sögu mótsins hefur aldrei verið eins blautt. Gunnar segir ljóst að skemmdirnar á KA-svæðinu muni kosta félagið talsverðar fjárhæðir. Það mun umtalsverður kostnaður fara í lagfæringar en ég get hins vegar ekki nefnt neinar tölur. Við eigum eftir að meta ástandið betur.
Nánar er fjallað um málið og rætt við Gunnar í prentútgáfu Vikudags