Leikkonan Anna Hafþórsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir hlutverk sitt í íslensku myndinni Webcam sem fjallar um stúlku sem gerist svokölluð camgirl og byrjar að fækka fötum fyrir framan vefmyndavél. Anna er fædd og uppalin á Akureyri en hefur undanfarin ár búið í Reykjavík. Hún er menntuð sem leikari frá Kvikmyndaskóla Íslands en er einnig tölvunarfræðingur og segir þetta tvennt fara ágætlega saman.
Vikudagur ræddi við Önnu um leiklistina, framtíðardraumana og ýmislegt fleira en viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.