16. maí, 2011 - 11:49
Fréttir
Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri fer fram frá Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 21. maí nk. og hefst athöfnin kl. 11.00.
Að þessu sinni munu 172 nemendur brautskrást frá skólanum. Eins hefur fram hefur komið í Vikudegi verður Hjalti Jón Sveinsson
skólameistari VMA í leyfi á næsta skólaári og mun Sigríður Huld Jônsdóttir, aðstoðarskólameistari, gegna starfi hans
á meðan.
"Ég fékk úthlutað námsorlofi á næsta skólaári. Ég mun halda áfram rannsóknum mínum á sviði
skólaþróunar og meðal annars skoða áhugahvöt nemenda og trú á eigin færni en árið 2009 skrifaði ég
meistarprófverkefni við Háskóla Îslands þar að lútandi. Mun ég að líkindum vinna rannsóknina í samvinnu við
Háskólann á Akureyri. Svo langar mig að snúa mér aðeins að tónlistinni ef tími gefst til," sagði Hjalti Jón.