"Ertu viss? Hefurðu tíma? Er þetta ekki vanþakklátt? Á þessum nótum voru spurningarnar sem ég fékk frá fólkinu í kringum mig þegar ég tilkynnti að ég ætlaði að taka að mér annað sætið á L-listanum, bæjarlista Akureyrar, í kosningunum 31. maí," skrifar Silja Dögg Baldursdóttir, sem skipar annað sæti framboðslista L-listans á Akureyri í aðsendri grein.
Hún segist vera alveg viss.
"Ég fékk snemma áhuga á bæjarmálunum og man eftir mér mjög ungri við matarborðið heima að rökræða málefni líðandi stundar við pabba. En það dugði mér ekki að ræða bara málin við hann, ég vildi hafa áhrif og taka þátt og fór því í framboð fyrir L-listann árið 2002, þá ekki orðin tvítug," skrifar Silja Dögg.