Sunnudaginn 5. júlí kl. 17 hefst Sumartónleikaröð Akureyrarkirkju í 29. sinn. Kammerhópurinn Reykjavík Barokk ríður þá á vaðið og flytur m.a. verk eftir Antonio Vivaldi, Georg Philipp Telemann og Kristínu Lárusdóttur. Hópurinn, sem stofnaður var árið 2012, er nú skipaður 8 konum, söngkonu og hljóðfæraleikurum, sem flytja tónlist á hljóðfæri sem eru eftirlíkingar af hljóðfærum barokktímans.
Efnisskráin er eftirfarandi:
Nú vil ég enn í nafni þínu (Íslenskt þjóðlag)
G.P.Telemann (1681-1767) Fantasía nr. 8 í e-moll TWV 40:9
A.Vivaldi (1678-1741) Nisi DominusRV 608
G.P.Telemann (1681-1767)
Konsert í e-moll TWV 52 fyrir blokkflautu og traversó, strengi og fylgibassa
Kristín Lárusdóttir (f.1975) Bæn, Instrumental, Sofðu nú
Passíusálmur 44 (Hallgrímur Pétursson) Instrumental, Pápísk bæn
Aðgangur er ókeypis en Menningarsjóður Akureyrar og Icelandair Hotels á Akureyri styrkja Sumartónleika í Akureyrarkirkju.