Rektor gagnrýnir dreifingu á fjármagni til háskóla

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri.

Af heildaraukningu framlaga til háskólanna í landinu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar samkvæmt breytingartillögu renna um 90% þeirra til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Af rúmlega 600 milljónum til háskólanna fær HÍ tæpar 300 milljónir og HR tæpar 260 milljónir. Háskólinn á Akureyri, sem er þriðji stærsti háskóli landsins, fær hins vegar aðeins um tíu milljónir. Það sem eft­ir stend­ur dreif­ist á aðra há­skóla í land­inu.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, segir í samtali við Vikudag að þetta sé óeðlilegt, „Það að tvær stofnanir í landinu skuli fá 90% af þessu fjárframlagi er óskiljanlegt. Maður hlýtur að spyrja sig hvað sé eiginlega í gangi og mér finnst rök formanns fjárlaganefndar þessu til stuðnings vera afar veik. Ég mun óskar eftir skýringum á þessu, “ segir Eyjólfur.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, sagði í sam­tali við mbl.is að með þessu fái há­skól­arn­ir að fullu greitt með hverj­um nem­anda ólíkt því sem verið hafi á und­an­förn­um árum. Fólk sem misst hafi vinn­una í kjöl­far banka­hruns­ins hafi verið hvatt til þess að fara í há­skóla­nám og fyr­ir vikið hafi einkum Há­skóli Íslands og Há­skól­inn í Reykja­vík tekið við miklu fleiri nem­end­um en þeir hafi fengið greitt með. Það væri leiðrétt með þess­um breyt­ing­um stjórn­valda.

Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við HA og formaður Byggðastofnunar, segir á facebook að Háskólinn á Akureyri sé með 8% allra háskólanema á landinu en fái 1,7% af þessum peningum. Til samanburðar er Háskólinn í Reykjavík með 13% allra háskólanema á landinu en fær 41,7% heildarupphæðarinnar.

-þev

Nýjast