Rekstur í nýju þjónustuhúsi við Oddeyrarbryggju boðinn út

Hafnasamlag Norðurlands bs. hefur auglýst eftir tilboðum í rekstur á aðstöðu í nýju þjónustuhúsi vestan við Oddeyrarbryggju á Akureyri. Reist verður 160 fermetra þjónustuhús á hafnarsvæðinu, en í því er ætlunin að verði móttökuaðstaða fyrir farþega skemmtiferðaskipa.  

Ráðgert er að hefja framkvæmdir nú  í haust. Í þjónustuhúsinu verða snyrtingar, sími og netaðstaða, auk þess sem rými verður fyrir sölubása með íslenskt handverk svo eitthvað sé nefnt.  Þá verða margskonar bæklingar um land og þjóð til reiðu í húsinu og vísir að upplýsingamiðstöð. Iðnaðaráðuneytið, sem nú fer með ferðamál, samþykkti að veita 11 milljóna króna styrk í þessa framkvæmd.

Nýjast