Rekstur Háskólans á Akureyri verið tekinn föstum tökum

Ríkisendurskoðun gaf út skýrslu í júní sl. um fjármálastjórn 50 valinna stofnana þar sem birt var spá um afkomu þeirra í árslok. Almennt hefur ekki verið farið að tilmælum Ríkisendurskoðunar sem fram komu í skýrslunni um að tafarlaust verði brugðist við til að bæta stöðu stofnana sem glíma við rekstrarvanda. Þó þykir rétt að benda á þrjár stofnanir þar sem rekstur hefur verið tekinn föstum tökum: Háskólann á Akureyri, Námsmatsstofnun og Raunvísindastofnun Háskólans.  

Á hinn bóginn telur Ríkisendurskoðun að staðan sé einna verst hjá Landspítalanum, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Raunar hefur bæst í hóp þeirra stofnana sem glíma við rekstrarvanda frá því að fyrrnefnd skýrsla kom út og er það ólíðandi að mati Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir þetta virðast flestir forstöðumenn vera sér vel meðvitandi um nauðsyn aðhalds í rekstri og hafa að því er best verður séð gripið til margháttaðra ráðstafana í því skyni að halda honum innan áætlana. Hins vegar skortir skýrari fyrirmæli frá ráðuneytunum um samdrátt í þjónustu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um framkvæmd fjárlaga janúar-ágúst 2009.

Nýjast