Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2011 var samþykktur samhljóða að lokinni síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær. Rekstrarniðurstaða Eyjafjarðarsveitar A og B hluta var jákvæð um kr. 35.096.000.- og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um kr. 49.170.000.- Fjárfesting A og B hluta var kr. 119.064.000.- Ekki voru tekin nein ný lán á árinu en eldri lán greidd niður um kr. 32.970.000.- Skuldahlutfall Eyjafjarðarsveitar A og B hluta er 49,9%. Launagreiðslur voru 47% af heildartekjum á móti 46,2% árið 2010.