24. mars, 2007 - 11:40
Fréttir
Lögreglan á Akureyri var með „rassíu" í gærkvöldi og einbeitti sér að því að kanna ástand ökumanna í bænum. Um 400 ökumenn voru stöðvaðir og reyndust fimm þeirra hafa neytt einhvers magn áfengis samkvæmt öndunarmæli. Tveir þeirra sluppu við að fara á lögreglustöðina þar sem öndunarmælirinn sýndi að þeir væru „undir mörkum", en hinir þrír þurftu í blóðrannsókn á lögreglustöðina.