Þriðjudaginn 28. október kl. 17:00 heldur leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarson fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni Rannsóknarvinna leikstjórans. Þar fjallar hann um rannsóknarvinnuna er liggur að baki þremur sýningum sem hann hefur sett upp; Lilju, Djáknanum og Makbeð. Vinnan fólst m.a. í rannsókn á óhugnanlegum heimi mansals, leitinni að djáknanum og þeirri spurningu hvort hægt sé að rekja ættir Akureyringa til skoska konungsins Makbeð. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er sá fimmti í röð fyrirlestra sem haldnir eru í Ketilhúsinu á hverjum þriðjudegi kl. 17 undir yfirskriftinni Þriðjudagsfyrirlestrar. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal annarrafyrirlesara vetrarins eru Aðalsteinn Þórsson, Stefán Boulter, Rósa Júlíusdóttir, Giorgio Baruchello og Guðmundur Ármann Sigurjónsson.
Jón Gunnar útskrifaðist með BA í leikstjórn frá Drama Center í London árið 2006. Hann hefur unnið sem atvinnuleikstjóri á Íslandi, í Englandi ogFinnlandi. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri í The Royal Shakespeare Company og hjá Vesturporti. Jón Gunnar hefur haldið fjölda námskeiða, leikstýrt áhugaleikfélögum ogstjórnað Götuleikhúsinu í Reykjavík.
„Við sem að þessu verkefni stöndum vildum hafa minnismerkið suðvestan við Hof en um það náðist því miður ekki sátt í bæjarkerfinu,“ segir Sigfús Ólafur Helgason einn þeirra sem standa að gerð og uppsetningu minnismerkisins.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð byggingaáform í húsnæði við Glerárgötu 28 á Akureyri þar sem sótt er um að setja upp líkamsræktarstöð
Á morgun, laugardaginn 19. júlí, kl. 15 verður Mysingur 10 haldinn á útisvæði Listasafnins á Akureyri. Tónleikarnir fara fram á lokadegi Listasumars 2025 og fram koma Bjarni Daníel og Drengurinn fengurinn. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikarnir eru hluti af Listasumri 2025 og unnir í samstarf Listasafnsins á Akureyri og Akureyrarbæjar.