Þór/KA átti ekki í teljandi vandræðum með lið KR í dag er liðin mættust í Boganum í dag í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu. Norðanstúlkur unnu örugglega, 7:2. Rakel Hönnudóttir fyrirliði Þórs/KA og Manya Makoski skoruðu báðar þrennu í leiknum og Katla Ósk Káradóttir eitt mark.
Fyrir KR skoruðu þær Kristín Sverrisdóttir og Freyja Viðarsdóttir. Með sigrinum tryggði Þór/KA sér sæti í undanúrslitum keppninnar en KR er úr leik.