Rakel með mark í stórsigri Íslands

Rakel Hönnudóttir, leikmaður Þórs/KA, skoraði síðasta marki Íslands í 12-0 sigri liðsins gegn Eistum á Laugardagsvelli í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni HM í knattspyrnu kvenna árið 2011. Sigurinn í kvöld er sá stærsti sem A- landslið Íslands í knattspyrnu hefur unnið frá upphafi

Rakel skoraði markið á 76. mínútu eftir sendingu frá Margréti Láru Viðarsdóttur. Rakel átti mjög góðan leik fyrir Ísland í kvöld en auk þess að skora lagði hún upp tvö mörk í leiknum. 

Silvía Rán Sigurðadóttir, Þór/KA, var á varamannabekk íslenska liðsins en kom ekki við sögu í leiknum.

Nýjast