Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið gegn Svíum

Hin geysilega efnilega Rakel Hönnudóttir, framherji Þórs/KA í kvennafótboltanum, skoraði sigurmark U19 ára landsliðs Íslands gegn Svíþjóð í æfingarleik sem fram fór í Svíþjóð í gær.

Markið hjá Rakel kom þegar rúmar 12 mínútur voru til leiksloka og reyndist það eina í leiknum. Íslensku stelpurnar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilinn. Gaman verður að sjá hvernig liðinu gengur í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer hér á landi í næsta mánuði.

Nýjast