Knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir er íþróttamaður ársins hjá Þór fyrir árið 2009 en kjörinu var lýst í opnu húsi í Hamri í dag. Rakel stóð sig frábærlega á sviði knattspyrnunnar á árinu sem leið og var lykilmaður í liði Þórs/KA í úrvalsdeild kvenna sem náði sínum besta árangri í sumar þegar liðið hafnaði í þriðja sæti. Rakel lék einnig þónokkra landsleiki á árinu og lék með íslenska landsliðinu á EM í knattspyrnu sem haldið var í Finnlandi sl. sumar.
Linda Hlín Heiðarsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Þórs í körfubolta, var valinn körfuknattleiksmaður Þórs á árinu. Þá var Björn Heiðar Rúnarsson einnig verðlaunaður en hann var valinn Taekwodo maður ársins.