Rakel byrjar gegn Svíþjóð í dag

Knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir frá Þór/KA heldur sæti sínu í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem leikur gegn Svíþjóð í dag í Algarve Cup í Portúgal. Rakel mun spila í stöðu hægri bakvarðar, líkt og í tapleiknum gegn Bandaríkjunum í fyrsta leik Íslands. Rakel spilar að öllu jöfnu stöðu framherja og því um óvenjulega stöðu að ræða fyrir þessa markamaskínu.

 

Nokkrar breytingar eru á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Bandaríkjunum en liðið lítur þannig út:

 

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir
Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Sif Atladóttir
Varnartengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir
Hægri kantur: Rakel Logadóttir
Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
Sóknartengiliður: Guðný Björk Óðinsdóttir
Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Leikur Íslands og Svíðjóð hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma í dag.

Nýjast