Ragnheiður sækir ekki um stöðu leikhússstjóra

Samkomuhúsið á Akureyri.
Samkomuhúsið á Akureyri.

Ragnheiður Skúladóttir mun ekki sækjast eftir endurráðningu sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar.Þetta staðfestir hún í samtali við Vikudag. Ragnheiður var ráðin til tveggja ára árið 2012 en ráðningartími hennar rennur út um áramótin. Hún er hinsvegar á meðal tíu umsækjenda um stöðu þjóðleikhússtjóra. Menningarfélag Akureyrar auglýsti um helgina eftir leikhússtjóra, tónlistarstjóra og viðburðarstjóra.

-þev

Nýjast