Það er alveg magnað hvað allir hafa tekið rabarbaranum vel. Hugmyndir mínar varðandi vöruþróun og framleiðslu á rabarbaraafurðum hafa hlotið góðan hljómgrunn og mikinn byr. Það er alveg ómetanlegt að fá svona vind í seglinn fyrir verkefni sem þetta, segir Edda Kamilla Örnólfsdóttir á Akureyri sem ræktað hefur rabarbara í hálfum hektara lands skammt ofan við Hólavatn í Eyjafjarðarsveit undanfarin þrjú sumur.
Hún fór af stað með verkefni sem nefnist Rabarbaraverksmiðjan og hlaut það önnur verðlaun á Atvinnu- og nýsköpunarhelgi sem haldin var í Há skólanum á Akureyri á liðnum vetri. Nánar er rætt við Eddu Kamillu í prentútgáfu Vikudags.