Ræða Odds Helga á bæjarstjórnarfundinum

Oddur Helgi Halldórsson ætlar ekki að gefa kost á sér í eitt af efstu sætum L-listans fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor. Hann tilkynnti þetta í ræðu á bæjarstjórnarfundi í dag.

„Fyrir 20 árum eða 14. Júní 1994 sat ég minn fyrsta bæjarstjórnarfund. Ég var varabæjarfulltrúi til 1997 og hef síðan þá verið bæjarfulltrúi, eða í 17 ár. Telst mér til að einugins fimm menn hafi setið í bæjarstjórn lengur en ég.
Á þessu tímabili telst mér til að ég hafi setið yfir 300 bæjarstjórnafundi.
Ég hef setið í bæjarráði frá árinu 1998 og því setið yfir 700 bæjarráðsfundi. Það má segja að langflesta fimmtudagsmorgna undanfarinna 16 ára hef ég setið í þessum sal.

Ég hef einnig verið í ýmsum nefndum og vinnuhópum og því má með sanni segja að líf mitt hafi meira og minna snúist um bæjarbálin undanfarin 20 ár.

Mál er að linni og ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í eitt af efstu sætum L-listans, lista fólksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, en geir ráð fyrir að ég fái samt að vera einhversstaðar neðarlega á listanum og mun að sjálfsögðu styðja hann áfram.

Takk fyrir mig.“

Nýjast