19. mars, 2010 - 11:08
Fréttir
Á morgun, laugardaginn 20. mars verður haldin ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri í tilefni
alþjóðlega stjörnufræðiársins 2009 og ber hún yfirskriftina; Undur alheimsins. Ráðstefnan fer fram í MA og stendur frá kl. 10 -
24. Einnig eiga aðkomu að ráðstefnunni Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjarnvísindafélag Íslands og Vísindafélag
Norðlendinga.
Á dagskrá verða fræðsluerindi, umræður, sýningar á m.a. stjörnum, geimþokum og vetrarbrautum og boðið verður
upp á stjörnuskoðun í nýjum sjónauka MA sem verður vígður við þetta tilefni. Á milli dagskrárliða verða til
sýnis bækur, myndir og tæki. Aðgangur er ókeypis, öllum opinn og eru þátttakendur hvattir til að mæta með sjónauka til að nota
í stjörnuteiti um kvöldið.