Ráðning Eiríks ekki rædd

Svalbarðsströnd
Svalbarðsströnd

Ráðning Eiríks Hauks Haukssonar sveitarstjóra í Svalbarðsstrandarhreppi var ekki tekin fyrir á sveitarstjórnarfundi í liðinni viku samkvæmt heimildum Vikudags. Þeir íbúar sem blaðið hefur rætt við segja að vonir hafi staðið til þess að málið yrði tekið fyrir og þetta séu því vonbrigði. Eiríkur Haukur hóf störf sem sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps á dögunum en ráðning hans er mjög umdeild.

Alls hafa 83 íbúar sent sveitarstjórn bréf þar sem þess var óskað að staða sveitarstjóra yrði auglýst en það var ekki gert. Í kjölfar ráðningar Eiríks hefur skrifstofustjóri sveitarfélagsins og trúnaðarmaður sagt upp störfum og fleiri hyggjast segja upp.

throstur@vikudagur.is

Nýjast