Ráðinn forseti heilbrigðisvísindasviðs við HA

Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir.
Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir.

Dr. Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir hefur verið ráðinn sem forseti heilbrigðisvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. Eydís Kristín verður í hlutastarfi í janúar og febrúar en tekur formlega við af dr. Árúnu K. Sigurðardóttir 1. mars n.k.  Fram að þeim tíma sinnir Árún störfum forseta Heilbrigðisvísindasviðs en að því loknu mun dr. Árún gegna stöðu prófessors við heilbrigðisvísindasvið.

Eydís Kristín lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ  árið 1987 og prófi í kennslu – og uppeldisfræði til kennsluréttinda frá HÍ árið 1988.  Hún lauk klínísku meistaraprófi í geðhjúkrun frá Háskólanum í Pittsburgh 1990 og námi í fjölskyldumeðferð frá Kaþólska háskólanum í Leuven Belgíu árið 1996.  Jafnframt því lauk hún viðbótarnámi í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá Endurmenntun HÍ ári 2001. Eydís Kristín lauk doktorsprófi frá Hjúkrunarfræðideild HÍ 2012 þar sem hún rannsakaði fjölskyldustuðning á bráðageðdeildum á  geðsviði Landspítala.

Eydís Kristín hefur verið í stjórnunarstörfum á Landspítala- háskólasjúkrahúsi sl. 18 ár. Hún hefur mikla reynslu af því að taka þátt í og leiða hvers konar stefnumótunarvinnu.

Samhliða vinnu við stjórnun og rekstur hefur Eydís Kristín ávallt stundað háskólakennslu og vísindastörf. Hún hefur skrifað margar ritrýndar greinar í alþjóðleg tímarit og haldið fjölda erinda á vísindaráðstefnum.  Fyrir tveimur árum tók Eydís Kristín þátt í ráðgjafarverkefni í Dushanbe í Tajikistan á vegum „Swiss Tropical and Public Health Institute” í samstarfi við háskólann í Basel í Sviss. Eydís Kristín er formaður stjórnar Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er meðstjórnandi í stjórn Geðverndarfélags Íslands.

 

 

Nýjast