Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri á morgun laugardag

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, fer fram á morgun, laugardaginn 13. febrúar. Frambjóðendur eru 13 talsins. Á Akureyri verður kosið í Oddeyrarskóla milli kl. 10 og 18 og í Brekku í Hrísey frá kl. 12-16. Aðeins var kosið utankjörfundar í Grímsey og fór kjörfundur þar fram í gær.  

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti flokksins í bæjarstjórn, sækist eftir 1. sæti listans. Sigurður Guðmundsson verslunarmaður býður sig fram í 1.-2. sæti og fjórir frambjóðendur sækjast eftir 2. sæti. Þetta eru bæjarfulltrúarnir Elín Margrét Hallgrímsdóttir og Ólafur Jónsson og þeir Björn Ingimarsson hagfræðingur og Ragnar Sigurðsson laganemi.

Annars eru frambjóðendur eftirtaldir í stafrófsröð:

Anna Guðný Guðmundsdóttir iðjuþjálfi og háskólanemi

Björn Ingimarsson hagfræðingur

Elín Margrét Hallgrímsdóttir símenntunarstjóri og bæjarfulltrúi

Huld S. Ringsted verslunarrekandi

Kolbrún Sigurgeirsdóttir grunnskólakennari

Kristinn Frímann Árnason bústjóri

Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri og viðskiptafræðingur

Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir

Ragnar Sigurðsson laganemi og formaður Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi

Sigurður Guðmundsson verslunarmaður

Svavar Hannesson vátryggingaráðgjafi

Unnsteinn Jónsson verksmiðjustjóri

Nýjast