Pönnugrillaður saltfiskur með tómat-risotto (fyrir 4)
Risotto:
½ - 1 dl ólífuolía (extra virgin er best)
1 smátt saxaður laukur
2 pressuð hvítlauksrif
400 g Arborio hrísgrjón (tegundin sem notuð er í risotto)
2 -3 msk tómatþykkni
1 dós niðursoðnir brytjaðir tómatar
1 bolli hvítvín (má nota 2-3 msk af hvítvínsediki í staðin)
Örlítið chilli duft
1 bolli sjóðandi vatn
Kraftsoð: 1 msk eða teningur af fiskikrafti og sama magn af kjúklingakrafti leyst upp í 3 bollum af sjóðandi vatni..
Olían hituð í potti, lauk og hvítlauk skellt í olíuna og hrært vel í þar til allt er orðið mjúkt. Þá er hrísgrjónum hellt út í og hrært vel í þannig að allt blandist vel og grjónin hafa tekið til sín olíuna. Þá er tómaþykkni, tómötum, hvítvíni, chilli dufti bætt í ásamt 1 bolla af sjóðandi vatni. Allt látið sjóða við hægan hita þar til vökvinn er horfinn. Þá er kraftsoðinu bætt smátt og smátt út í og soðið áfram þar til grjónin eru orðin „al dente" og hafa dregið til sín allan vökvann. Þessi grjón eiga að loða saman og heildar suðutíminn er u.þ.b. 20 mín.
Á meðan grjónin eru að malla er upplagt að gera fiskinn kláran.
Fiskurinn:
800 g saltfisk steikur, mæli með Ektafiski (tilbúnar til eldunar, mjög góðar)
½ - 1 dl. ólífuolíu, 1-2 hvítlauksrif og mulinn svartur pipar
Hvítlauksrifin eru pressuð út í olíuna og fiskstykkin pensluð létt með olíunni. Best er að steikja fiskinn á rifflaðri grillpönnu og hafa hitann ekki of mikinn. Það má líka nota venjulega pönnu eða grilla fiskinn í ofninum. Fiskurinn er steiktur í 4-6 mínútur á hvorri hlið á grillpönnunni, allt eftir því hvað stykkin eru þykk. Smá pipar yfir. Má bregða stykkjunum inn í ofn í örfáar mínútur ef fiskurinn virkar hrár í miðjunni.
Sett upp á diska, fyrst risotto sem undirlag og setja svo saltfiskstykkið á miðjuna. Skreytt t.d. með basilblöðum.