Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Pollapönk og hátt í 300 nemendur Tónlistarskólans á Akureyri fóru á kostum þegar mörg af vinsælustu lögum Pollapönks voru flutt í Hofi á Akureyri í gær, sumardaginn fyrsta.. Þar á meðal var að sjálfsögðu Evróvisjónlagið sjálft, "Enga fordóma."
Uppselt var á tónleikana og meðal gesta mátti sjá Pollapönkara á ýmsum aldri, unga sem aldna og allt þar á milli. Börnin mættu mörg hver í Pollapönksgöllum. Þetta er búið að vera frábær upplifun hér á Akureyri með þessum hæfileikaríku börnum og ekki skemmir veðrið. Þvílík vítamínsprauta að fá svona fylgd á lokametrunum fyrir Evróvisjónævintýrið í kóngsins Köben, segir Haraldur Pollapönkari í tilkynningu frá Sinfoníuhljómsveit Norðurlands