"Pólitísk ást er djúpstæð tilfinning sem knýr fólk til aðgerða. Pólitísk ást felst í að hafna samfélagsuppbyggingu sem leiðir af sér óréttlæti og neita að sætta sig við að ekkert sé hægt að gera í málinu," skrifar Inga Sigrún Atladóttir, sem tekur þátt í forvali Vinstri grænna á Akureyri.
"Pólitísk ást felst í því að skapa réttláta framtíðarsýn og berjast til að koma henni í framkvæmd. Pólitísk ást er að þora að gagnrýna óréttlæti sem flestum þykir sjálfsagt og standa upp fyrir óvinsælan málstað sem enginn hefur tekið að sér að verja. Pólitísk ást færir ekki frið í samfélög heldur rótar upp því hefðbundna, skapar átök og innri baráttu."