Pepsi- deild kvenna af stað á nýjan leik

Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik í kvöld eftir hlé sem gert var á deildinni vegna EM í knattspyrnu kvenna í Finnlandi. Þór/KA heldur til Reykjanesbæjar á mætir Kelfavík í 16. umferð deildarinnar.

Þór/KA er í 4. sæti deildarinnar með 30 stig, fimm stigum á eftir Val sem vermir toppsætið með 35 stig þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni. Þór/KA á því enn tölfræðilega möguleika á Íslandsmeistaratitlinum þó litlir séu.

Leikur Keflavíkur og Þórs/KA í kvöld hefst kl. 18:00 á Sparisjóðsvellinum.

Nýjast