03. mars - 10. mars 2021
Passi að börnin safnist ekki saman
Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur foreldra barna að passa að börn hópist ekki saman í samkomubanninu sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar.
„Þetta eru skrýtnir tímar en öll okkar verkefni miða að því að auka öryggi og koma okkur í gegnum þennan tíma á sem farsælastan hátt. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.
Við höfum fengið ábendingar að töluvert af krökkum eru að koma saman á leikvöllum, þá aðallega á sparkvöllum bæjarins. Í langflestum tilfellum yrðum við himinlifandi yfir þessu en því miður verðum við að biðja ykkur að ræða vel við börnin ykkar því um þetta gilda þær fjöldatakmarkanir sem fram koma í samkomubanninu sem í gildi er meðan þetta ástand varir,“ skrifar lögreglan á Facebook.
Nýjast
-
„Við sögðum já! Presturinn sagði amen og við vorum orðin hjón“
- 06.03
Húsvíkingurinn Snæbjörn Ragnarsson hefur getið sér góðan orðstír sem bassaleikari og textahöfundur í þungarokkshljómsveitinni Skálmöld og meðal annars unnið íslensku tónlistarverðlaunin fyrir textasmíðar sínar. Meðlimir Skálmaldar eru nú farnir að hugsa um framhaldið eftir að hafa tekið sér verðskuldað hlé í eitt ár. Vikublaðið ræddi við Snæbjörn á dögunum um hið stórundarlega ár 2020. „Við lýstum því yfir um mitt ár 2019 að við ætluðum að taka okkur frí allt árið 2020. Við héldum svo lokatónleika í bili í lok þess árs. Við kynntum þetta þannig að við værum að taka okkur hlé þar til við nenntum að gera eitthvað aftur.“ Þá segir Snæbjörn að það hafi verið samhljómur allra meðlima hljómsveitarinnar um að taka a.m.k. allt síðasta ár í frí og taka svo stöðuna í byrjun árs 2021. „Svo kom bara Covid,“ skýtur hann inn í og fer ekki leynt með það að faraldurinn hafi sparað hljómsveitinni æði mikið vesen. „Það þarf nefnilega að skipuleggja allt svona tónleikahald svo langt fram í tímann, hljómsveitir sem við höfum verið að túra með hafa lent í alls konar vandræðum vegna skipulagðra tónleikaferða sem hefur þurft að fresta eða aflýsa vegna faraldursins.“ Snæbjörn segir frá því að honum hafi þótt skondið hvernig fjölmiðlar slógu því upp að Skálmöld væri hætt þegar bandið tilkynnti fríárið og aðdáendur sveitarinnar fylltust skelfingu. „Við gáfum það aldrei út. Við sögðumst bara ætla að taka smá slaka,“ segir hann og bætir við að hljómsveitin sé nú að vakna út dvalanum. „Við vorum búnir að játa okkur á Evróputúr í mars sem nú er búið að fresta fram í nóvember – desember, en það verður svo bara að koma í ljós hvort það gengur upp,“ segir Snæbjörn og lætur ekki óvissuna koma sér út jafnvægi en segir pásuna hafa gert gæfu muninn fyrir mannskapinn. Nú séu allir komnir í stuð til að fara gera eitthvað aftur. Snæbjörn og Baldur bróðir hans eru báðir meðlimir Skálmaldar og spila einnig með Ljótu Hálfvitunum en þaðan kemur hugmyndin um að taka góða pásu og hætta alveg að hugsa um allt sem viðkemur hljómsveitinni. „Þegar Ljótu hálfvitarnir voru búnir að spila alveg gjörsamlega í drep fyrstu 2-3 árin þá vorum við alveg að því komnir að drepa hvorn annan,“ segir Snæbjörn léttur í bragði og bætir við að þá hafi það einmitt verið lagt til að taka góða pásu til að hlaða rafhlöðurnar. „Þá tókum við þessa ákvörðun að vera ekkert að hægja bara á heldur drepa alveg á vélinni og hætta að hugsa um þetta,“ útskýrir hann og bætir við að það hafi verið í þessari pásu að þeir bræður stofnuðu Skálmöld. „Eftir að við tókum pásu í Ljótu Hálfvitunum hefur aldrei verið jafn gaman að spila, og ég held að við séum að fara upplifa það sama í Skálmöld.“ Ljótu hálfvitarnir eru í fullu fjöri og koma meira að segja norður yfir heiðar um páskana og halda tvenna tónleika á Græna Hattinum. -
„Mikilvægast að hafa húmor fyrir öllu saman“
- 06.03
„Viðtökurnar hafa verið alveg ótrúlegar og virkilega gaman að geta boðið upp á svona gleðibombu eftir allt sem hefur gengið á undanfarna mánuði. Við erum líka svo glöð að sjá hvað fólk er duglegt að mæta í leikhúsið eftir þennan langa menningardvala,“ segir Birna Pétursdóttir leikkona. Hún ásamt Vilhjálmi B. Bragason og Árna Beinteini Árnasyni standa að gamanleiknum Fullorðin sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir í Menningarhúsinu Hofi. Sýningin hefur slegið í gegn og fengið fína dóma. Vegna eftirspurnar hefur þurft að bæta við sýningum fram í apríl og verður haldið áfram að bæta við eftir þörfum. Leikarar sýningarinnar þau Birna, Árni og Vilhjálmur eru einnig höfundar verksins þar sem þau fjalla á sprenghlægilegan hátt um grátbroslegar hliðar þess að fullorðnast, pressuna um að vera með allt á hreinu, eiga fasteign, vera með menntun, góða vinnu, eiga maka og börn - því annars er lífið misheppnað. Vikublaðið ræddi við Birnu um sýninguna og hana sjálfa. -
Húsasmiðjan hefur sagt upp leigusamningum á Húsavík
- 05.03
Húsasmiðjan hefur sagt upp leigusamningum sínum á Húsavík en um er að ræða tvo samninga. Annars vegar að húsi verslunarinnar sem er í eigu einkaaðila og hins vegar vöruskemmunnar sem er í eigu Norðurþings. Núverandi samningur rennur því út í desember n.k. -
Miðbærinn á Akureyri – einstöku tækifæri hent út um gluggann?
- 05.03
Nýtt metnaðarfullt miðbæjarskipulag á Akureyri var samþykkt í maí 2014. Í skipulaginu átti að nýta það óvenjulega og einstaka tækifæri að í miðbænum eru stór svæði óbyggð. Nýta átti plássið sem best, búa til austur vestur ása (götur), mjókka Glerár... -
Misjafnar skoðanir bæjarfulltrúa til umdeildra bygginga
- 05.03
Fyrirhugaðar háhýsabyggingar á Oddeyrinni á Akureyri hafa vakið mikið umtal í bænum og verið gagnrýndar. Sömu sögu er að segja af fyrirhuguðum byggingum við Tónatröð. SS Byggir kynnti nýverið skipulagsyfirvöldum bæjarins hugmyndir að uppbyggingu við ... -
Leikviðburður í Hlíðarbæ
- 04.03
Fimmtudaginn 12. mars nk. frumsýnir Litla Kompaníið einleikinn „Óvænt uppákoma“ eftir Sögu Jónsdóttur sem einnig flytur verkið og Sunna Borg flytur „Bergljótu” sem er ljóðabálkur eftir Björnstjerne Björnsson við píanóundirleik Alexanders Edelstein. ... -
Vikublaðið kemur út í dag
- 04.03
Vikublaðið kemur út í dag og í blaði vikunnar eru áhugarverðir fréttir í bland við viðtöl, mannlíf, menningu og íþróttir. Meðal efnis í blaðinu: *Fyrirhugaðar háhýsabyggingar á Oddeyrinni á Akureyri hafa vakið mikið umtal í bænum og verið gagnrýnd... -
Um 400 manns eldri en 80 ára bólusett á Akureyri
- 03.03
„Þetta hefur allt gengið mjög vel, gott aðgengi og skipulagið er alveg til fyrirmyndar,” segir Inga Berglind Birgisdótir yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Alls bárust 720 skammtar af Pfizer bóluefni á Norðurlandið í upphafi vik... -
Ráðin forvarnarfulltrúi hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra
- 03.03
Silja Rún Reynisdóttir hefur verið ráðin sem forvarnarfulltrúi hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögreglan greinir frá því á Facebooksíðu sinni að forvarnarfulltrúi hafi ekki verið starfandi hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra um nokkurra ára sk...