Passi að börnin safnist ekki saman

Akureyrarbær.
Akureyrarbær.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur foreldra barna að passa að börn hópist ekki saman í samkomubanninu sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar.

„Þetta eru skrýtnir tímar en öll okkar verkefni miða að því að auka öryggi og koma okkur í gegnum þennan tíma á sem farsælastan hátt. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.

Við höfum fengið ábendingar að töluvert af krökkum eru að koma saman á leikvöllum, þá aðallega á sparkvöllum bæjarins. Í langflestum tilfellum yrðum við himinlifandi yfir þessu en því miður verðum við að biðja ykkur að ræða vel við börnin ykkar því um þetta gilda þær fjöldatakmarkanir sem fram koma í samkomubanninu sem í gildi er meðan þetta ástand varir,“ skrifar lögreglan á Facebook.


Nýjast