Óvíst hvort greiðsluseðlar falli niður
Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur óskað eftir því við bæjarráð að greiðsluseðlar vegna tónlistarnáms fyrir nóvember verði ekki sendir út vegna yfirstandandi verkfalls. Bæjarráð telur ekki forsendur til að samþykkja tillögu skólanefndar á þessu stigi. Nemendur og foreldar barna í Tónlistarskóla Akureyrar sem Vikudagur hefur rætt við eru ósáttir við að bærinn rukki fyrir námið þegar nemendur fá ekki að sinna því.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vikudag að farið verði yfir það síðar hvernig komið verði á móts við nemendur. Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, segir önnina nánast ónýta hjá nemendum. Flestir af 36 kennurum skólans eru í Félagi tónlistarkennara sem er í verkfalli en slls eru 390 börn í Tónlistarskólanum á Akureyri. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev