Óvíst hvenær lokaniðurstöður liggja fyrir

Rúmt ár er liðið frá slysinu.
Rúmt ár er liðið frá slysinu.

Ekki er hægt að segja til um hvenær vænta megi lokaniðurstöðu rannsóknar á flugslysinu á kappakstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í ágúst í fyrra. Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir vonir hafi staðið til að ljúka rannsókn á þessu ári en það sé alls óvíst. „Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur og við höfum opnað alls 22 mál það sem af er ári. Þetta er erfitt og vandmeðfarið mál,“ segir hann.

Rúmlega eitt ár er liðið frá slysinu og aðspurður segir Þorkell að það sé eðlilegt að mál af þessari stærðargráðu taki langan tíma.

Um er ræða sjúkraflugvél frá flugfélaginu Mýflugi en í október síðastliðnum birti rannsóknarnefndin bráðabirgðaskýrslu um slysið. Þar kom fram að þegar flugvélin nálgaðist kappaksturbrautina hafi hún misst hæð og vinstri vængur hennar snert jörð við hægri hlið brautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Vélin hafði flutt sjúkling til Reykjavíkur frá Hornafirði þann 5. ágúst síðastliðinn en þegar áhöfn sá til Akureyrarflugvallar og lauk blindflugi var óskað eftir því við flugturninn að fá að fljúga einn hring yfir bæinn sem fékkst samþykkt.

Þrír voru í vélinni þegar hún brotlenti og létust tveir þeirra. Þriðji maðurinn hlaut minniháttar meiðsli.

-þev

Nýjast