Óttast verkfall hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarráð Sjúkrahússins á Akureyri lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga og að sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar leita nú í önnur störf eða flytja af landi brott þar sem í boði eru hærri laun og betra starfsumhverfi. Hjúkrunarráð hefur áhyggjur af því hversu illa það gengur að semja við þær heilbrigðisstéttir sem eru nú þegar í verkfalli.

"Tæplega 7 vikur eru liðnar síðan BHM stéttir hófu verkfallsaðgerðir og er ekki lengur hægt að segja að öryggi allra sjúklinga sé tryggt. Einnig sem að fjöldi skurðaðgerða hefur frestast og önnur þjónusta hefur skerst verulega eins og dag- og göngudeildarstarfsemi. Hjúkrunarráð Sjúkrahússins á Akureyri hvetur stjórnvöld til að ganga frá samningum við hjúkrunarfræðinga áður en til verkfalls kemur," segir í ályktun hjúkrunarráðs SAk.

Nýjast