„Ótrúlegt ævintýri og mögnuð upplifun“

Guðlaugur og Kristín á upphafsreit í Frakklandi.
Guðlaugur og Kristín á upphafsreit í Frakklandi.

Hjónin Guðlaugur Aðalsteinsson og Kristín Halldórsdóttir hjóluðu Jakobsveginn svokallaða í vor sem spannar um 800 kílómetra. Þau segja ferðina hafa verið mikið ævintýri en í tilefni 50 ára afmæli Guðlaugs vildu þau gera eitthvað eftirminnilegt. Jakobsvegur eða Vegur heilags Jakobs er ein þekktasta pílagrímaleið
í Evrópu.

Ferð um Jakobsveginn var ein af þremur sem taldar voru veita syndaaflausn samkvæmt kaþólsku kirkjunni. Vegurinn endar við dómkirkjuna í Santiago de Compostela í héraðinu Galisíu á Spáni en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. Guðlaugur og Kristín héldu af stað frá landamærum Frakklands og Spánar.

Vikudagur heyrði ferðasögu þeirra hjóna sem nálgast má í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.

Nýjast