Dusanka Kotaras var í hópi þeirra 24 flóttamanna sem komu til Akureyrar frá fyrrum Júgóslavíu árið 2003. Hingað kom hún ásamt eiginmanni sínum og tveimur dætrum og öðlaðist fjölskyldan nýtt og betra líf á Akureyri. Hún segist þakklát fyrir það tækifæri sem henni og fjölskyldunni var gefið. Dusanka hóf fljótlega störf sem matráður í Giljaskóla og hefur starfað þar í 12 ár. Hún segir fólkið í samfélaginu hafa tekið sér og fjölskyldunni opnum örmum.
Vikudagur spjallaði við Dusönku og skyggðist inn í líf flóttamanna en viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-þev